Syðstibær í Ólafsfirði - Syðstabæjarættin

Syðstibær stendur við Kirkjuveg 1 í Ólafsfirði en húsið byggðu þau hjónin Helgi og Pálína og var flutt í húsið árið 1926. Þá höfðu þau hjónin eignast 5 börn. Myndir af húsinu og nánar um sögu hússins er að finna á síðunni Syðstibær.

 

Hjónin í Syðstabæ - Helgi og Pálína

Hjónin Helgi Jóhannesson og Guðrún Pálína Jóhannsdóttur bjuggu stóran hluta ævi sinnar í Syðstabæ í Ólafsfirði. Þau eignuðust tólf börn, tíu dætur og að lokum tvo syni. Sú hefð hefur skapast að niðjar hjónanna í Syðstabæ gangi undir nafninu Syðstabæjarættin. Á 90 árum, þ.e. frá 1917 til 2007, eignuðust Helgi og Pálína 233 afkomendur.

 

    Pálína og Helgi    

 

 

Á árinu 2008 bættust 6 afkomendur við (sjá "Fréttir") og var heildarfjöldi afkomenda 239 við árslok 2008.

Á árinu 2009 bættust 4 afkomendur við. Heildarfjöldi niðja þeirra hjóna var í lok ársins 2009 var því orðinn 243.

Á árinu 2010 bættust 10 afkomendur við. Heildarfjöldi niðja var orðinn 253 við árslok 2010.

Á árinu 2011 bættust 6 afkomendur við. Heildarfjöldi niðja var orðinn 259 við árslok 2011.

Á árinu 2012 hafa 5 afkomendur bæst við. Heildarfjöldi niðja var orðinn 264 í september 2012.

Á árinu 2013 hafa 6 afkomendur bæst við. Heildarfjöldi niðja var orðinn 270 í október 2013.

Á árinu 2014 hefur 1 afkomandi bæst við. Heildarfjöldi niðja er orðinn 271 í janúar 2014.

 

Syðstibær Ólafsfirði - Syðstabæjarfjölskyldan - www.sydstibaer.is / www.syðstibær.is - vefstjori@sydstibaer.is